Asparskógar 2
akranesi
Skemmtileg 2ja herbergja íbúð laus til leigu
Velkomin inn í stílhreint og vel skipulagt 63,9 fermetra heimili á Asparskógum 2, Akranesi. Hentar þeim sem líkar að búa í barnvænu umhverfi og með nóg pláss fyrir alla fjölskylduna. Íbúðin er með einu svefnherbergi ásamt baðherbergi með sturtu. Í meginrými íbúðarinnar er svo opið eldhús og stór stofa sem hægt er að skilja að í borðstofu og setustofu. Íbúðin er á annarri hæð og geymsla er innan íbúðarinnar.
Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn í íbúðina í flísalagt forstofurými
Stofa/eldhús: Stofa og eldhús er samliggjandi rými. Gott skápapláss í eldhúsi. Útgengt á svalir úr stofu með glæsilegu útsýni.
Herbergi: Eitt svefnherbergi í eigninni, parketlagt með stórum fataskáp.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með sturtu og upphengdu klósetti. Tengi fyrir þvottavél inn á baðherbergi.
Geymsla: Innan íbúðar er rúmgóð geymsla.
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 208.000 kr á mánuði og er tengd vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti ásamt rekstri á sameign.
Leigutaki greiðir fyrir rafmagnsnotkun samkvæmt mæli.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati og sakavottorði.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Hægt er að vera með tryggingu lagða inná reikning, bankaábyrgð frá þínum viðskiptabanka eða Leiguskjól.
Upplýsingar
2 Herbergi
1 Svefnherbergi
1 Badherbergi
63,9 Fermetrar
Íbúðanúmer:202