Eskivellir 17
hafnarfirdi
Falleg 2ja herbergja 73,8 fm íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi við Eskivelli 17, Hafnarfirði.
Í íbúðinni er 1 svefnherbergi ásamt geymslu innan íbúðar sem hægt er að nýta sem herbergi, en engin önnur geymsla fylgir íbúð, eldhús og stofa eru í sameiginlegu björtu rými, baðherbergi er með baðkari og innangengt er í gott þvottarými.
Vallarhverfið í Hafnarfirði er frábært hverfi, stutt í alla þjónustu, grunnskóla og leikskóla. Allar nánari upplýsingar veita starfsfólk Íveru í síma 517-3440 eða á ivera@ivera.is.
Nánari lýsing:
Eldhús/stofa: Eldhúsið er opið og bjart og er samliggjandi stofunni þar sem hægt er að ganga út á svalir.
Baðherbergi: Í baðherberginu er baðkar. Mjög rúmgóð innrétting undir vaski. Innangengt úr baðherberginu inn í þvottarými.
Svefnherbergi: Í íbúðinni er 1 svefnherbergi með skápum og svo geymsla með glugga, en engum skápum sem hægt er að nýta sem svefnherbergi.
Hér má sjá 3D sýningu af íbúð :
Leiguverð: 323.000 kr á mánuði fyrir utan rafmagn (leiguverð er tengt neysluvísitölu og endurskoðast mánaðarlega)
Upplýsingar
2 Herbergi
1 Svefnherbergi
1 Badherbergi
73,8 Fermetrar
Íbúðanúmer:203