Eskivellir 13
hafnarfirdi
Glæsileg íbúð að Eskivöllum 13, Vallarhverfinu í Hafnarfirði laus til leigu. Íbúðin er 89,7 fm, þriggja herbergja, á fjórðu hæð í lyftuhúsi.
Vandað er til alls í íbúðinni. Parket er á gólfum nema á baðherbergi, í forstofu og þvottahúsi, þar er flísalagt. Sér geymsla er í kjallara hússins. Vallarhverfið er frábært hverfi í Hafnarfirði, stutt í skóla, leikskóla, tómstundahús, matvöruverslanir og aðra þjónustu. Allar frekari upplýsingar veitir starfsfólk Íveru í síma 517-3440 eða á ivera@ivera.is.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp.
Eldhús/stofa: Eldhúsið er opið og er samliggjandi stofunni, út frá stofu er hægt að ganga út á stórar svalir sem eru með fallegu útsýni til suðurs.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt og er með sturtu. Upphengt klósett og gott skápapláss. Inn af baðherbergi er gengið inn í þvottaherbergi, þar er tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt vaski.
Í sameign er 8,5 fm geymsla sem fylgir íbúðinni.
*ATH* Húsgögn fylgja ekki með
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 339.000 kr á mánuði og er tengd vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti ásamt rekstri á sameign, rafmagnsnotkun er greidd af leigutaka.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati, sakavottorði og staðfestingu á vinnu.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Upplýsingar
3 Herbergi
2 Svefnherbergi
1 Badherbergi
89,7 Fermetrar
Íbúðanúmer:404