Vefarastræti 28-30
mosfellsbae
Frábær 2 herbergja íbúð í Mosfellsbæ laus til leigu!
Velkomin í notalega og praktíska 46,20 fermetra íbúð í Vefarastræti, Mosfellsbæ.
Ef þér líkar að búa á rólegu svæði nálægt fallegu útivistarsvæði – þá er Vefarastrætið staðurinn fyrir þig. Íbúðin er með sérinngang á jarðhæð hússins, þegar gengið er inn um dyrnar tekur við þér stór forstofa með nægu skápaplássi fyrir yfirhafnir. Þegar gengið er inn frá forstofunni tekur við þér notaleg lítil stofa með opnu eldhúsi með fallegri eldhúsinnréttingu með nægu rými fyrir eldamennskuna. Út frá stofunni liggja svo svefnherbergi ásamt stóru baðherbergi þar sem tengi eru fyrir þvottavél og þurrkara.
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 290.000 kr á mánuði og er tengd vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti ásamt rekstri á sameign.
Leigutaki greiðir fyrir rafmagnsnotkun samkvæmt mæli.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati og sakavottorði.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Hægt er að vera með tryggingu lagða inná reikning, bankaábyrgð frá þínum viðskiptabanka eða Leiguskjól.
Upplýsingar
2 Herbergi
1 Svefnherbergi
1 Badherbergi
46,2 Fermetrar
Íbúðanúmer:10002