Skógarbraut 1108
reykjanesbae
Falleg íbúð til leigu í júlí á 3. hæð að Skógarbraut 1108 Ásbrú, Reykjanesbæ. Íbúðin er 3ja herbergja, 104,2 fm. Íbúðin skiptist í eldhús og stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Parket er á íbúðinni. Ásbrúarhverfið í Reykjanesbæ er frábært hverfi, stutt í alla þjónustu.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í forstofuna á gang með stórum fataskáp.
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott með góðu skúffu- og skápaplássi, opið er inn í stofu frá elshúsi.
Stofa: Gengið er úr eldhúsinu fram í stofu, Stofan er stór og björt.
Baðherbergi: Baðherbergið er með baðkari og sturtu í baði. Dúkur á gólfi.
Þvottahús: Í íbúðinni er sér þvottarými.
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 258.000 kr á mánuði og er tengd vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti ásamt rekstri á sameign.
Leigutaki greiðir fyrir rafmagnsnotkun samkvæmt mæli.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati og sakavottorði.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Hægt er að vera með tryggingu lagða inná reikning, bankaábyrgð frá þínum viðskiptabanka eða Leiguskjól.
Upplýsingar
3 Herbergi
2 Svefnherbergi
1 Badherbergi
104,2 Fermetrar
Íbúðanúmer:2-3B