Snorrabraut 54B
Reykjavíkurborg / Reykjavík
Stórglæsileg og nútímaleg íbúð til leigu í nýbyggingu að Snorrabraut 54B í Reykjavík!
Velkomin í glæsilega þriggja herbergja 100,6 fm íbúð að Snorrabraut. Við kynnum nýbyggingu á frábærum stað í hjarta Reykjavíkur. Í næsta nágrenni við bygginguna er að finna bæði fjölbreytta afþreyingu og alla helstu þjónustu, þar á meðal Sundhöll Reykjavíkur, Laugarveginn og úrval veitingastaða og kaffihúsa. Allt er innan þægilegs göngufæris. Staðsetningin er fullkomin fyrir þá sem vilja njóta menningarlífsins og þess fjölbreytta mannlífs sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.
Nánari lýsing
Við inngang íbúðarinnar eru fataskápar, með mjög góðu skápaplássi, þar sem hægt er að hengja af sér. Íbúðin er með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum sem eru búin fataskápum. Úr stærra svefnherberginu er útgengt á svalir þar sem hægt er að njóta útiveru. Stofa og eldhús mynda bjart og opið alrými með glæsilegu og nútímalegu yfirbragði. Eldhúsið er með vönduðum innréttingum og mjög góðu skápaplássi. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgir íbúð.
Tvö baðherbergi eru í íbúðinni, bæði rúmgóð og fallega innréttuð með stílhreinum gylltum smáatriðum. Þvottahús er innan íbúðar og þar er aðstaða fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Íbúðin er með gardínum í öllum gluggum. Geymsla, 3 fm að stærð, fylgir íbúðinni.
Bílastæði í bílakjallara fylgir ekki með, en þar er hægt að leigja stæði sérstaklega.
Hér má sjá 3D sýningu af íbúðinni:
Íbúðin er laus í ágúst eftir samkomulagi.
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 425.000 kr á mánuði og er tengt vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti ásamt rekstri á sameign.
Leigutaki greiðir fyrir rafmagnsnotkun samkvæmt mæli.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati og sakarvottorði.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Hægt er að vera með tryggingu lagða inná reikning, bankaábyrgð frá þínum viðskiptabanka eða Leiguskjól.
Upplýsingar
3 Herbergi
2 Svefnherbergi
2 Badherbergi
100,6 Fermetrar
Íbúðanúmer:207