Hverfisgata 44
Reykjavíkurborg / Reykjavík
Glæsileg stúdíó íbúð í laus til leigu í september
Þessi nútímalega íbúð á Hverfisgötu er laus til leigu með engum fyrirvara. Íbúðin er á þriðju hæð með menningarlíf miðborgarinnar í bakgarðinum. Strætó stoppar í aðeins einnar mínútu göngufjarlægð fyrir utan Bíó Paradís. Tilvalið fyrir einstaklinga eða pör á öllum aldri.
*Myndir eru af sambærilegri íbúð, sem er spegilmynd þessarar*
Eignin
Gengið er inn í íbúðina með fataskáp á hægri hönd og baðherbergi á vinstri. Opið eldhús er í íbúðinni með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, opna rýmið skiptist í svefnskot og stofu. Íbúðin snýr í suður.
Ytri rými:
Sameiginlegt þvottahús er í húsinu þar sem íbúar hafa aðgengi að þvottavél, þurrkara og þurrkunarrými.
Innréttingar
Gólfefni: Parket með gólfhita.
Eldhús: Innbyggður ísskápur ásamt bakaraofni, helluborði og eldhúsviftu.
Baðherbergi: Flísar á gólfum með gólfhita. Flísar á veggjum.
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 262.000 kr á mánuði og er tengd vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti, rafmagn og hússjóður.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati og sakavottorði.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Frekari upplýsingar
Hafir þú frekari spurningar er þér velkomið að heyra í okkur í síma 517-3440, eða með tölvupósti á ivera@ivera.is
Upplýsingar
1 Herbergi
1 Svefnherbergi
1 Badherbergi
44,8 Fermetrar
Íbúðanúmer:309