Jörfagrund 25
Reykjavíkurborg / Reykjavík
Vel skipulögð tveggja herbergja íbúð með fallegri verönd.
Velkomin inn í sjarmerandi og nýuppgerða 52,4 fm íbúð að Jörfagrund 25, Kjalarnesi.
Íbúðin hentar þeim vel sem vilja búa í rólegu umhverfi og í tengingu við náttúruna. Þeim sem líkar að búa skotstund frá amstri höfuðborgarinnar mun líða vel hér.
Í þessari íbúð er nýuppgert eldhús og baðherbergi ásamt rúmgóðri verönd. Í eigninni er eitt svefnherbergi, eldhús, stofa, baðherbergi og verönd. Sameiginlegt þvottahús er á sömu hæð íbúðar þar sem 2 þvottavélar eru og 1 þurrkari.
Sér inngangur er í íbúðina og eru gæludýr leyfð.
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 230.000 kr á mánuði og er tengd vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti ásamt rekstri á sameign, rafmagnsnotkun er greidd af leigutaka.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati og sakavottorði.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Upplýsingar
2 Herbergi
1 Svefnherbergi
1 Badherbergi
52,4 Fermetrar
Íbúðanúmer:102