Bjallavað 1-3
Reykjavíkurborg / Reykjavík
Laus til leigu, notaleg 3 herbergja íbúð með yfirbyggðar svalir
Velkomin inn í sjarmerandi og notalegt 76,7 fermetra heimili á frábærum stað í Norðlingaholtinu. Þér sem líkar að búa nálægt náttúrunni og hafa nóg pláss fyrir alla fjölskylduna mun líða vel hér, í Bjallavaðinu býrðu nálægt fegrustu náttúruperlum Höfuðborgarsvæðisins í Heiðmörk og Paradísardal.
Íbúðin er með tvö svefnherbergi með innbyggðum fataskápum, opna lausn á eldhúsi, sér þvottahúsi og baðherbergi með lokuðum sturtuklefa. Einnig fylgir íbúðinni 7 fermetra geymsla í sameign.
Leyfilegt er að hafa eitt gæludýr í íbúðinni háð umgengnisreglum, en yfirbyggðu svalirnar henta vel sem ævintýraheimur fyrir köttinn eða sem notalegt lestrarhorn fyrir alla fjölskylduna.
Skoðaðu íbúðina í þrívídd
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 330.000 kr á mánuði og er tengd vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti ásamt rekstri á sameign.
Leigutaki greiðir fyrir rafmagnsnotkun samkvæmt mæli.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati og sakavottorði.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Hægt er að vera með tryggingu lagða inná reikning, bankaábyrgð frá þínum viðskiptabanka eða Leiguskjól.
Upplýsingar
3 Herbergi
2 Svefnherbergi
1 Badherbergi
76,7 Fermetrar
Íbúðanúmer:303