Bjallavað 1-3
Reykjavíkurborg / Reykjavík
Velkomin inn í stílhreint og vel skipulagt 93,5 fm heimili í Bjallavaði 1-3, 110 Reykjavík. Hentar þér sem líkar að búa í barnvænu umhverfi og með nóg pláss fyrir alla fjölskylduna.
Íbúðin er með tvö svefnherbergi ásamt baðherbergi með sturtu, þvottaherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Í meginrými íbúðarinnar er svo eldhús með opinni lausn og stór stofa sem hægt er að skilja að í borðstofu og setustofu. Út úr stofu er gengið út í verönd. Bílastæði í bílakjallara fylgir íbúð.
Gæludýr eru velkomin í Bjallavaðinu og leyfilegt er að vera með einn hund eða kött svo fremi sem umgengnisreglum er fylgt.
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 362.000 kr á mánuði og er tengd vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti ásamt rekstri á sameign.
Leigutaki greiðir fyrir rafmagnsnotkun samkvæmt mæli.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati og sakavottorði.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Hægt er að vera með tryggingu lagða inná reikning, bankaábyrgð frá þínum viðskiptabanka eða Leiguskjól Leiguskjól.
Upplýsingar
3 Herbergi
2 Svefnherbergi
1 Badherbergi
93,5 Fermetrar
Íbúðanúmer:102